Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Íslenska Eurovision-atriðinu lekið á netið

Seinni undankeppni Söngvakeppninnar 2017 í Háskólabíó
 Mynd:

Íslenska Eurovision-atriðinu lekið á netið

24.04.2017 - 17:31

Höfundar

Þessa dagana er íslenski Eurovision-hópurinn að undirbúa atriði Svölu Björgvinsdóttur fyrir keppnina, sem fer fram í Kænugarði 9. - 13. maí. Snemma í morgun kom í ljós að upptaka þar sem atriði Íslands var prufukeyrt með staðgengli hafði lekið á netið.

Það varð uppi fótur og fit þegar lekinn kom í ljós og líta skipuleggjendur Eurovision málið alvarlegum augum.

„Það hefur einhver verið í salnum sem átti ekki að vera þar, tekið atriðið upp og einfaldlega sett upptökuna á netið,“ segir Felix Bergsson fararstjóri hópsins. Upptakan rataði á Youtube og var byrjuð að safna athugasemdum og áhorfi þegar upp komst um lekann.

Um er ræða sviðsæfingu, þar sem úkraínsk söngkona flutti lagið í stað Svölu Björgvinsdóttur. Æfingin er til þess gerð að undirbúa tæknilið keppninnar. Atriðið í heild lak ekki á netið, en grafíkin sem notuð er í því sást vel. Það er óheppilegt að einhver hafi stolist til að sýna það opinberlega, segir Felix, enda hafi vitanlega staðið til að frumsýna atriðið ekki fyrr en 9. maí.

Atriðið hefur verið í undirbúningi síðan í mars og hefur gengið mjög vel, að þessari uppákomu undanskilinni, að sögn Felix.

Tengdar fréttir

Tónlist

Svala fékk brottfarargjöf frá Daða Frey

Tónlist

Svala með órafmagnaða útgáfu af Paper

Tónlist

„Tæknilegt undur“ á miðju Eurovision sviðinu

Tónlist

Svala syngur Paper án undirleiks