Íslendingur grunaður um að hafa banað öðrum Íslendingi

12.01.2020 - 21:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa orðið íslenskum sambýlismanni móður sinnar að bana á Torrevieja á Spáni í nótt, að því er Fréttablaðið greinir frá. Hinn látni var á sjötugsaldri.

Að sögn Fréttablaðsins gerðist þetta á heimili hins látna og sambýliskonu hans, móður meints árásarmanns. Maðurinn var látinn þegar lögregla kom á vettvang. Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og er í haldi lögreglunnar í Torrevieja.

Vísir hefur eftir upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um mál sem varði andlát Íslendings á Spáni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV