Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Íslendingar vinna meira en flestir

17.05.2016 - 15:19
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Niðurstöður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnudags án launaskerðingar benda til jákvæðra áhrifa. Þá kemur einnig fram að með styttingu vinnudags eykst starfsánægja sem og andleg og líkamleg líðan starfsmanna.

Markmið tilraunaverkefnisins var að kanna áhrif á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu.  Í skýrslu um tilraunaverkefnið, sem rædd var í Borgarstjórn í dag, kemur fram að Íslendingar vinna að jafnaði lengur en aðrir Norðurlandabúar í viku hverri.

Þar kemur einnig fram að Íslendingar vinna mun meira en flestar Evrópuþjóðir. Tyrkir vinna mest allra í Evrópur eða meðaltali 51,2 klst. á viku miðað við fullt starf. Á Íslandi er meðal vinnustundafjöldi 39,7 stundir á viku. Í samanburðarlöndum er er meðal vinnustundafjöldi Dana 38,3 stundir, í Noregi er 38,8 og Svíþjóð 39,7 

Tilraunaverkefni fór fram á tveimur vinnustöðum borgarinnar, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á báðum þessum stofnunum voru opnunartímar voru styttir um klukkustund á hverjum degi í heilt ár.

Í skýrslunni er lagt til að tilraunaverkefninu verði haldið áfram í að minnsta kosti ár til viðbótar. 

Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV