Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Íslendingar verða að borga

21.06.2010 - 16:53
Mynd með færslu
 Mynd:
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Íslendinga skulda Bretum 2,3 milljarða punda og breska stjórnin mun nýta aðildarviðræður þeirra við ESB til að tryggja það að þeir standi við skuldbindingar sínar.

Þetta sagði Cameron þegar hann greindi breska þinginu frá niðurstöðum leiðtogafundar Evrópusambandsins 17. júní og fjallaði um aðildarviðræður við Íslendinga sem samþykktar voru á fundinum. Hann sagði Breta vilja vera í vinfengi við Íslendinga og kvaðst vera fylgjandi stækkun Evrópusambandsins en Bretar vildu fá peninga sína til baka.