Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Íslendingar veðurtepptir á Tenerife

23.02.2020 - 10:24
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Hópur Íslendinga situr nú fastur á Tenerife. Ástæðan er sú að ekki er hægt að lenda á Tenerife vegna sandstorms. Ein ferð var á áætlun hvora leið milli Íslands og Tenerife í dag á vegum flugfélagsins Norwegian og hefur henni verið aflýst.

Þá hefur fréttastofa líka upplýsingar um að vél á vegum Norwegian hafi haldið frá Íslandi til Kanaríeyja í gær en vélin hafi lent á Malaga á Spáni og farþegar vélarinnar séu þar enn. 

Mikill sandstormur geysar nú á Kanaríeyjum, meiri en menn hafa upplifað í mörg ár. Auk Íslendinganna sitja þar þúsundir annarra ferðamanna fastir, meðal annars frá Skandínavíu.

 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV