Íslendingar orðnir 321.857

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslendingar orðnir 321.857

12.02.2013 - 09:21
Íslendingar eru orðnir 321.857 og hefur fjölgað um 2.282 frá sama tíma í fyrra. Konum hefur fjölgað nokkuð meira en körlum eða um 1,4 prósent á móti 0,03 prósentum. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin mest á Vestfjörðum, þar fjölgaði íbúum um 1,1 prósent eða 77 frá síðasta ári.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar segir einnig að fólki hafi fækkað á tveimur landsvæðum, á Norðurlandi vestra fækkaði um 28 og á Suðurnesjum um 36.

Á höfuðborgarsvæðinu búa 2.082 fleiri íbúar en gerðu á sama tíma á síðasta ári og jafngildir það um 1 prósent fjölgun.

Kjarnafjölskyldur voru 78.168 þann 1.janúar árið 2013. 4.126 voru í hjónabandi en ekki í samvistum við maka, en það er fólk sem hefur skilið að borði og sæng sem og hjónabönd þar sem annar makinn hefur flutt lögheimili sitt til útlanda.