Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslendingar mega ekki ferðast til Japans

18.03.2020 - 12:39
epa08303050 A pedestrian wearing a mask walks past the emblem of Tokyo 2020 Olympics in Tokyo, Japan, 18 March 2020. Japanese Prime Minister Shinzo Abe is still considering holding the Tokyo Olympics as scheduled despite the current coronavirus pandemic, after an emergency video conference with other G-7 leaders in fear over the outbreak of COVID-19 and the coronavirus.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna Íslendingum og öðrum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi að undanförnu að koma til landsins. Þá er fólki sem hefur dvalið á ákveðnum svæðum á Spáni, Ítalíu og í Sviss einnig óheimilt að koma til landsins.

Frá þessu er greint á fréttavef Reuters.

Þá þurfa allir þeir sem koma frá öðrum svæðum Evrópu að fara í sóttkví í tvær vikur, hvort sem þeir eru japanskir ríkisborgarar eða ferðamenn.

Þetta er gert vegna COVID-19 faraldursins.

Í frétinni kemur fram að ákvörðunin verði tekin með formlegum hætti í dag, en að óljóst sé hvenær ákvörðunin tekur gildi. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Japan vildu ekki tjá sig um málið á þessu stigi, að því er fram kemur í fréttinni.