Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Íslendingar heiðursgestir á Eurosonic

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslendingar heiðursgestir á Eurosonic

27.01.2014 - 07:00
Íslandi hefur verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni á næsta ári, en hátíðin fer fram ár hvert í Groningen í Hollandi og nýliðinni hátíð voru gerð góð skil í Popplandi um helgina.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segir í viðtali við Fréttablaðið að nú  fari í gang fjáröflun fyrir verkefninu og ef hún gengur sem skyldi þurfi Íslendingar að tilkynna hvort þeir þiggi boðið fyrir miðjan febrúar. Eurosonic er öflug kynningarhátíð og segir Sigtryggur að þetta sé sambærilegt við það og þegar Ísland var heiðursgestur bókamessunnar í Frankfurt árið 2011, en rúmlega þrjúþúsund fagmenn úr tónlistargeiranum mæta til þess að kynna sér hvað er að gerast í Evrópskri popptónlist.