Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Íslendingar á ferð og flugi

26.03.2013 - 18:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Mun fleiri Íslendingar fóru í ferðalög til útlanda í fyrra en árið eftir hrun. Þetta kemur fram í könnun um ferðalög Íslendinga sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu.

Álíka margir voru á faraldsfæti innanlands og utan á síðastliðnu ári og árið 2011. Rösklega 63 próent svarenda fóru utan á árinu 2012 sem eru mun fleiri en árið 2009 þegar verulega dró úr utanlandsferðum landans. Þá fóru rétt um 44 prósent utan. Algengast var í fyrra að Íslendingar færu til N-Ameríku og meginlands Evrópu.   

Tæplega 67 prósent svarenda fóru í dagsferðir innanlands á síðastliðnu ári. Árið áður fóru nokkuð fleiri í dagsferðir innanlands eða tæplega 75 prósent svarenda.  

Flestir sem ferðuðust innanlands fóru um Suðurland eða um 63 prósent. Næst vinsælast var að fara norður. Þangað fóru tæplega 57 prósent svarenda. Vesturland var í þriðja sæti og síðan höfuðborgarsvæðið, Austurland og Vestfirðir.  Fæstir fóru um Reykjanes og hálendið eða um 14 prósent svarenda. Könnunin var net- og símakönnun sem gerð var um mánaðamót janúar og febrúar og náði til um 1.600 manns.