Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ísland hluti af evrópsku eftirliti

20.10.2014 - 18:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Ísland verður nú aðili að þremur nýjum eftirlitsstofnunum ESB um fjármálamarkaðinn. Þetta er niðurstaðan af fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna og fjármálaráðherraráðs ESB fyrr í vikunni. Það felur meðal annars í sér aukið hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Þetta er talið rúmast innan ramma stjó

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið leitað leiða til að takast betur á við fjármálaáföll en reyndin var 2008. Árið 2010 voru samþykktar tilskipanir um þrjár eftirlitsstofnanir með fjármálamarkaðnum: Bankastofnun Evrópu, Verðbréfamarkaðsstofnun og Vátryggingastofnun.EFTA löndin hafa sannarlega ekki verið á móti betra eftirliti en það hefur staðið í mönnum óralengi hvernig samkomulag um aðkomu landanna þriggja ætti að vera. Með samkomulaginu um aðilda EFTA-landa að þessum þremur stofnunum er grunnurinn lagður en enn er eftir að vinna úr margvíslegum tæknilegum og lögfræðilegum atriðum.Í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherra EFTA- og ESB-landanna hnykkja ráðherrarnir á því að eftirlitsstofnanirnar þrjár séu hornsteinn viðbragða ESB við fjármálakreppunni. Sterkt og samhæft fjármálaeftirlit sé lykillinn að því að viðhalda og dýpka innri markað fjármálaþjónustu.Samkvæmt samkomulaginu fá EFTA löndin þrjú aukaaðild að þessum þremur eftirlitsstofnunum, það sem kallast ,,full aðild án kosningaréttar." Hliðstætt öðrum samningum er nýja samkomulagið byggt á tveggja stoða kerfi samningsins um evrópska efnahagssvæði sem felur í sér að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, tekur bindandi ákvarðanir gagnvart EFTA löndunum og þeim má síðan skjóta til EFTA dómstólsins. ESA verður þó ekkert fjármálaeftirlit, grípur aðeins inn ef með þarf líkt og tveggja stoða kerfið gerir ráð fyrir.