Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ísland gegn banni við Kjarnorkuvopnum

09.11.2015 - 15:46
Mynd með færslu
 Mynd: UN - RÚV
Íslandi greiddi atkvæði gegn ályktun um að banna kjarnorkuvopn í svokallaðri Fyrstu nefnd Sameinuðu þjóðanna. Nefndin, fjallar um alþjóðaöryggis- og afvopnunarmál, samþykkti ályktunina með 128 atkvæðum gegn 29 en 18 ríki sátu hjá.

Stundin greinir frá þessu og vitnar í Pressenza. Ályktunin var lögð fram af ríkjum sem eiga ekki kjarnavopn og segir í henni að vopnin séu með öll siðlaus.

Ísland er í hópi 26 ríkja sem sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem fram kom að löndin teldu ekki deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Á sama tíma tengist mannúðar- og öryggismál órjúfanlegum böndum. Ályktunin endurspegli ekki þann veruleika heldur takmarki vissa öryggismöguleika.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér. 

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV