Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ísland burstaði Indónesíu - sjáðu öll mörkin

Mynd með færslu
Óttar Magnús (fyrir miðju) skoraði annað marka Íslands í dag. Mynd: RÚV

Ísland burstaði Indónesíu - sjáðu öll mörkin

11.01.2018 - 13:41
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Indónesíu í dag. Leiknum lauk með 6-0 sigri.

Þrír leikmenn Íslands léku sinn allra fyrsta landsleik í dag, þeir Andri Rúnar Bjarnason, Mikael Anderson og Samúel Kári Friðjónsson. 

Allir markaskorarar Íslands skoruðu sitt fyrsta landsliðsmark í dag. Andri Rúnar Bjarnason kom Íslandi yfir á 30. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir Ísland. 

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kristján Flóki Finnbogason gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Á 55. mínútu þurfti dómari leiksins að stöðva leikinn vegna þrumuveðurs sem skyndilega skall á en leikurinn hélt áfram um stundarfjórðungi síðar. 

Óttar Magnús Karlsson var svo einn þeirra sem skoraðu sitt fyrsta landsliðsmark í dag en hann kom Íslandi í 3-0 á 65. mínútu. Þá fóru mörkin að hrannast inn en þremur mínútum síðar komst Tryggvi Hrafn Haraldsson á blað þegar hann kom Íslandi í 4-0. 

Miðverðirnir tveir, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson, bættu svo við mörkum fyrir Ísland og lokatölur í Indónesíu 6-0. Hjörtur og Hólmar með sín fyrstu mörk fyrir A-landsliðið. 

Ísland mætir Indónesíu aftur á sunnudag í síðari vináttuleik liðanna. Öll mörkin má sjá hér að neðan. 

Andri Rúnar og Arnór Ingvi Traustason. Þeir gætu mæst í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. - Mynd: RÚV / RÚV
Mynd: RÚV / RÚV
Óttar Magnús (fyrir miðju) skoraði annað marka Íslands í dag. - Mynd: RÚV / RÚV
Mynd: RÚV / RÚV
Mynd: RÚV / RÚV
Hólmar Örn og félagar í Levski Sofia eru komnir í úrslit búlgörsku bikarkeppninnar - Mynd: RÚV / RÚV