Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Innflytjendur og börn þeirra 9,1% allra

19.03.2013 - 09:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Innflytjendum fjölgaði lítillega í fyrra. Þeir voru 25.926 talsins 1. janúar síðastliðinn, sem samsvarar 8,1 prósenti landsmanna allra. Það er fjölgun um 484 frá fyrra ári, þegar innflytjendur voru 25.442 og átta prósent landsmanna.

Einstaklingum af annari kynslóð innflytjenda, börnum innflytjenda sem fædd eru hérlendis, fjölgaði nokkuð, úr 2.876 í 3.204. Samanlagt eru innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda því 9,1 prósent landsmanna.

36,1 prósent allra innflytjenda eru frá Póllandi, 5,4 prósent frá Litháen og 5,3 prósent frá Filippseyjum. 66,9 prósent allra innflytjenda og barna þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu en hlutfall þeirra af íbúafjölda er hæst á Vestfjörðum, 12,7 prósent.