Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Innflytjendur með 8% lægri laun

29.03.2019 - 17:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Innflytjendur hafa að jafnaði 8% lægri laun en innlendir samkvæmt greinargerð sem Hagstofa Íslands gerði í samvinnu við innflytjendaráð. Innflytjendur frá Norðurlöndum fá hærri laun en innflytjendur annars staðar frá.

Niðurstöðurnar eru byggðar á árunum 2008 til 2017 og búið er að taka tillit til kyns, aldurs, menntunar og fleira. Í þeim störfum sem innflytjendur vinna oftast eins og þá fá innlendir hærri laun en innflytjendur. Þetta á við um ræstingafólk og aðstoðarfólk í mötuneytum þar sem munurinn er 10%. Í störfum verkafólk við handsamsetningu er munurinn 11% og í barnagæslu 8%. 

Innflytjendur frá Norðurlöndum fá að jafnaði hærri laun en innflytjendur sem fæddir eru í öðrum löndum. Mestur munurinn er ef miðað er við innflytjendur frá Asíu en innflytjendur frá Norðurlöndum fá 7% t hærri laun en þeir. Munurinn er 6% ef miðað er við innflytjendur frá Austur-Evrópu. 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV