Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Innflytjendur hátt í tíu prósent mannfjöldans

25.10.2016 - 11:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Innflytjendur voru 9,6 prósent mannfjöldans hér á landi fyrsta janúar þessa árs og fjölgaði milli ára um 0,7 prósent. Pólverjar eru eins og síðustu ár langfjölmennasti hópur innflytjenda, eða tæp 38 prósent.

Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen, rúm fimm prósent og frá Filippseyjum 4,8 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. 

Tæp 66 prósent allra innflytjenda af fyrstu og annarri kynslóð bjó á höfuðborgarsvæðinu fyrsta janúar. Á Suðurnesjum var hlutfallið 16 prósent og rétt rúm fjórtán prósent á Vestfjörðum.

Í fyrra fékk 801 íslenskan ríkisborgararétt og er það mikil fjölgun frá fyrra ári þegar 595 einstaklingar fengu íslenskt ríkisfang. Langflestir þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang í fyrra voru frá Póllandi og næstflestir frá Filippseyjum.  
 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV