Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ingó Veðurguð - Rage Against the Machine og Iron Maiden

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ingó Veðurguð - Rage Against the Machine og Iron Maiden

06.03.2020 - 16:47

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00

Við fáum lag frá vini þáttarins kl. 19.45 og plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata Iron Maiden; Iron Maiden, sem kom út 14. apríl árið 1980 - fyrir bráðum 40 árum.

Þetta er tímamótaplata sem kom bæði út í Bretlandi og Bandaríkjunum á sínum tíma með reyndar einu aukalagi, Sancturay, í Bandaríkjunum.

Platan fékk yfirleitt jákvæða dóma en sveitin sjálf hefur oft talað um að upptökurnar væru ekki alveg nógu vandaðar og platan ekki alveg nógu góð, en því eru aðdáendur sveitarinnar ekki endilega sammála.

Platan náði fjórða sæti breska listans og kom þessum risum breska þungarokksins vel á kortið út um alla Evrópu.

Iron Maiden er eina plata sveitarinnar sem Dennis Stratton spilar á og fyrri platan af tveimur sem Paul Di'Anno syngur á.

Will nokkur Malone var titlaður upptökustjóri plötunnar en meðlimir sveitarinnar hafa oft talað um að hann hafi engan eða lítinn áhuga haft á sveitinni eða þessari plötu og þeir hafi í raun stjórnað upptökunum sjálfir, án þess að hafa haft kunnáttu til þess.

Platan var tekin upp í Kingsway Studios í vestur London í janúar 1980 á aðeins 13 dögum.

Sándið á plötunni er hrátt og á þessum tíma var sveitin alveg eins talin á meðal pönksveita eins og þungarokksveita, en á því hafði Iron Maiden engan áhuga og foringinn, bassaleikarinn Steve Harris sagðist fyrirlíta allt sem héti pönk og hann og þeir í sveitinni vildu ekkert með það hafa.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20

Lagalisti þáttarins:
Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar - Af ávöxtunum skuluuð þið þekkja þá
Future islands - Seasons (Waiting on you)
The Doors - Gloria
Rolling Stones - Stupid girl (B-hlið)
Oasis - She´s electric
Free - All right now
VINUR ÞÁTTARINS
Free - I´m a mover
Vintage Caravan - Set your sights
Whitesnake - Hey you (you make me rock)
SÍIMATÍMI
Iron Maiden - Prowler (plata þáttarins)
Pat Benatar - Treat me right (óskalag)
Ian Gillan - No laughing in heaven (óskalag)
Canibales - Ven aqui
Huey Lewis and the News - Hip to be square (óskalag)
Montrose - Rock the nation (óskalag)
Guns´n Roses - You´re crazy
Heart - Stairway to heaven
Iron Maiden - Remember tomorrow (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - INGÓ VEÐURGUÐ
Guns´n Roses - Mr. Brownstone
INGÓ II
Rage Against the Machine - Know your enemy
INGÓ III
Rage Aginst the Machine - Bullet in the head
Black Water Rising - Dance with the devil (óskalag)
Slade - Cum on feel the noize
Slade - I´m mee, I´m now and that´s orl (B-hlið)
Iron Maiden - Running free (plata þáttarins)
Iron Maiden - Phantom of the opera (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Erla Stefáns - Faith No More og Led Zeppelin

Tónlist

Margrét Rán - Nirvana og AC/DC

Tónlist

Halli Leví - Nada Surf og Black Crowes

Tónlist

Bryndís Ásmunds, Janis og alþjóðlegi Clash dagurinn!