Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Influtningur á kjöti eykst um tæp 60%

13.06.2013 - 07:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Innflutningur á kjöti hefur aukist um 59% það sem af er þessu ári frá sama tíma í fyrra. Þar kemur einnig fram að síðustu 12 mánuði hafi kjötsala aukist um 3,5% frá næstu 12 mánuðum á undan, og salan á nautakjöti hafi aukist um 5,5%.

Þetta kemur fram í samantekt Landssambands sláturleyfishafa, sem vitnað er í á vef Landssambands kúabænda. Munar þar mestu um stóraukinn innflutning á svínakjöti miðað við fyrri ár. Sem fyrr er alifuglakjötið það mest selda hér á landi, eða rúm 32% af því kjöti sem er selt. Lambakjöt er svo næst með ríflega 26% hlutdeild.