Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Indverjum mótmælt í Pakistan og Bangladess

30.08.2019 - 15:36
epa07804255 People hold placards as the country observes 'Kashmir Hour', from 12:00 pm to 12:30 pm to express solidarity with Kashmiris in Indian administered Kashmir, in Lahore, Pakistan, 30 August 2019. Tensions are high in the region after the Indian government on 05 August pushed a resolution through parliament that removes the special constitutional status granted to the disputed Kashmir region, a decision condemned by Pakistan. Kashmir has been a matter of dispute between India and Pakistan since 1947 when both countries became sovereign states.  EPA-EFE/RAHAT DAR
Indverjum mótmælt í Pakistan í dag. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir þúsunda sóttu útifundi víðs vegar um Pakistan í dag til þess að mótmæla aðgerðum indversku stjórnarinnar í indverska hluta Kasmír. Imran Khan, forseti Pakistans, ávarpaði mannfjöldann í höfuðborginni Islamabad.

Khan hét því að tala máli allra íbúa Kasmír á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði og standa með þeim þangað til héraðið hefði verið frelsað.

Indverska stjórnin ákvað fyrr í þessum mánuði að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn, lokaði fyrir net- og símasamband í héraðinu og takmarkaði ferðafrelsi íbúa. Heimildir herma að þúsundir hafi verið handteknar.

Bandaríska blaðið New York Times birti í dag grein eftir Imran Khan þar sem hann varar við auknum fjandskap milli Indlands og Pakistan og bendir á að bæði ráði ríkin yfir kjarnorkuvopnum.

Litlu munaði að upp úr syði í samskiptum ríkjanna í febrúar þegar herská samtök með aðsetur í Pakistan gerðu árás í Kasmír.

Í Bangladess var framgöngu Indverja í Kasmír einnig mótmælt í dag og þess krafist að héraðið fengi sjálfstæði.