Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Indverji vill vatn frá Borgarfirði eystra

07.06.2016 - 10:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Snær Reyniusson - Borgarfjörður eystri
Hugmyndir eru uppi um að reisa átöppunarverksmiðju á Borgarfirði eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur indverski arkitektinn og fjárfestirinn Pawam Mulkikar á bak við áformin en hann mun hafi hrifist af Borgarfirði eystra á ferðalagi um Ísland og vill flytja vatn þaðan á markað í Asíu.

Verksmiðjan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og myndi nýta vatnslindir Borgarfirði. Fyrirtækið Vatnworks Iceland ehf. hefur sent erindi til Borgarfjarðarhrepps og beðið um samningaviðræður um vatnsnýtingu. Einnig  sótt um byggingarleyfi og farið fram á um breytingu á skipulagi.

Hreppsnefnd tók vel í erindið á síðasta fundi sínum og fagnaði áformum um iðnað í hreppnum. Ef af verður yrði vatnsútflutningur frá Borgarfirði eystra smár í sniðum fyrst um sinn. Í verksmiðjunni yrðu þó til samkvæmt heimildum fréttastofu allt að 6-8 ný störf og gæti fjölgað þegar fram í sækir. 

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV