Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Illfært að Holuhrauni

25.03.2015 - 17:21
Mynd: RÚV / RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Þótt búið sé að leyfa umferð almennings um stórt svæði í kringum Holuhraun, þá er það meira en að segja það að komast þangað. Talsverður krapi er á hálendinu norðan hraunsins og aðeins hægt að komast þangað á mjög vel útbúnum jeppum.

Fréttamaður RÚV tók þetta myndskeið í gær, þar sem hann var á leiðinni frá Möðrudal í Drekagil. Eins og sjá má gátu ökumenn jeppanna lent í töluverðum vandræðum í krapanum og hefðu stærð dekkjanna verið minni, hefðu þeir líklega ekki komist á leiðarenda og aftur heim. 

Fréttastofa fylgdist í gær með því þegar starfsmenn Veðurstofunnar settu upp mæla við Holuhraun. Nánar verður fjallað um það í sjónvarpsfréttum klukkan 19.

Rögnvaldur Már Helgason
Fréttastofa RÚV