Ikea er staður tímamóta

Mynd: Jörundur Ragnarsson og Matthía / Jörundur Ragnarsson og Matthía

Ikea er staður tímamóta

27.09.2018 - 15:56
Leiksýningin Griðastaður verður frumsýnd í Tjarnarbíói 6. október næstkomandi en sýningin var upphaflega útskriftarverkefni Matthíasar Tryggva Haraldssonar af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands í vor.

Sýningin er einleikur sem leikinn er af Jörundi Ragnarssyni. Jörundur fer með hlutverk Lárusar sem dvelur inni í Ikea heila nótt innan um húsgögnin sem hann speglar sig í. Matthías, höfundur og leikstjóri verksins, segist tengja Ikea við tímamót. Alltaf þegar þú ert að flytja, færð stöðuhækkun, þegar fólk byrjar saman eða hættir saman, flytja inn saman eða sundur, heldur fermingu eða brúðkaup, öll þessi tímamót í lífinu kalla á Ikea-ferð.

Matthías Tryggvi Haraldsson og Jörundur Ragnarsson mættu í Núllið og ræddu Griðastað. Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.