Íhaldsmenn enn með forystu en Verkamannaflokkur sækir á

11.12.2019 - 01:26
epa08059555 A polling station sign in London, Britain, 10 December 2019. Britons go to the polls on 12 December in a general election.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðeins dregur saman með stóru flokkunum tveimur í Bretlandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun YouGov sem breska blaðið The Times greinir frá. Samkvæmt henni heldur Íhaldsflokkurinn ennþá öruggri forystu en getur ekki lengur verið fullviss um að vinna hreinan meirihluta í þinginu.

Gangi könnunin eftir fær Íhaldsflokkurinn, undir forystu Borisar Johnsons, 339 af 650 þingmönnum, Verkamannaflokkurinn 231, Skoski þjóðarflokkurinn 41 og Frjálslyndir 15.

Þótt þetta þýði 28 manna meirihluta, segir í frétt Times, þá eru vikmörk könnunarinnar slík að þingmenn flokksins gætu orðið á bilinu 311 til 367. Því sé ekki hægt að útiloka að enginn flokkur fái hreinan meirihluta í kosningunum, segir Anthony Wells, yfirmaður stjórnmáladeildar YouGov.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV