Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Icelandair vill byggja í Vatnsmýri

07.01.2016 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Icelandair Group hafa óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar til að stækka við höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Dagur segir borgarráð hafa falið Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og Hrólfi Jónssyni skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar að leiða viðræðurnar.

Lóðin sem um ræðir sést á meðfylgjandi mynd og er merkt með bláum línum. Beint á móti má sjá fyrirhugaða byggingu Vals.

Dagur segir umleitanir fyrirtækisins fagnaðarefni. „Þetta er fagnaðarefni og það er mér reyndar metnaðarmál að borgin komi til móts við framsækin og vaxandi fyrirtæki sem vilja byggja upp í borginni. Það á sannarlega við um ferðaþjónustuna þar sem Icelandair Group er sannkallaður burðarás. Öflugt atvinnulíf skapar ótal tækifæri til framtíðar í borginni og er vitanlega undirstaða velferðar og góðs samfélags.“

Icelandair Group hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar fyrir byggingu framtíðar höfuðstöðva...

Posted by Dagur B. Eggertsson on 7. janúar 2016

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV