Icelandair áformar leigu á Airbus

04.06.2019 - 20:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Icelandair á í viðræðum um leigu á Airbus 320 vél. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó ekkert verið frágengið í þeim efnum, en samningar eru langt komnir og tilkynnt verður um niðurstöðuna þegar og ef þeir nást.

Ferðavefurinn Túristi.is greindi fyrst frá fyrirhugaðri leigu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ástæða þess að leitast var eftir þessari leiguvél einkum kyrrsetning Max 8 vélanna. Ef samningar nást verður vélin leigð með áhöfn og viðhaldi. 

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir enga samninga hafa verið undirritaða. „Það er ekkert frágengið en við erum að skoða ýmsa kosti,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. 

Icelandair hefur áður leigt Airbus vél og samkvæmt heimildum fréttastofu eru áform Icelandair um leiguna á þessari vél alls ótengd hugleiðingum um það að Icelandair geri meiriháttar breytingar á flota sínum og skipti yfir í Airbus vélar. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi