Kærkomið í heimsóknarbanni
Íbúar dvalarheimila á Akureyri og í Garðabæ fengu óvæntan glaðning í dag þegar nokkrir af helstu poppurum landsins komu í heimsókn og tóku lagið fyrir utan. Söngurinn var kærkominn, enda hefur verið heimsóknarbann á dvalarheimilum í að verða hálfan mánuð.
Mæltist vel fyrir
Af andlitum heimilisfólks að dæma mæltist söngur Friðriks vel fyrir en með honum í för var harmonikkuleikarinn Valmar Väljaots. Á sama tíma og Friðrik söng á Akureyri stillti landslið tónlistarmanna sér upp framan dvalarheimilið Ísafold í Garðabæ og tók lagið. Eins og sjá má var gleði íbúa þar ekki minni.