Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íbúakosning um heiti nýrrar götu á Drangsnesi

03.10.2019 - 16:33
Mynd með færslu
 Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða - westfjords.is
Íbúar Drangsness kjósa um heiti á nýrri götu í þorpinu. Kosningin fer fram í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Drangsnesi og er opin fram að sveitastjórnarfundi 9. október. Kosið er á milli þriggja nafna: Vitavegur, Vitahjalli og Húsahjalli.

„Eins og nöfnin gefa til kynna þá er viti þarna, en Húsahjalli er örnefnið á hjallanum sjálfum. Þannig það er verið að kjósa um örnefni eða kannski það sem er notað dags daglega,“ segir Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps. Hann segir íbúa geta tekið þátt miðakosningum um nafn á götuna á opnunartíma Kaupfélagsins næstu daga. 

Þetta er fyrsta nýja gatan á Drangsnesi frá því gatan Kvíabali var lögð á áttunda áratug síðustu aldar. Af fjórum lóðum á götunni eru þrjár seldar og bygging þegar hafin á tveimur. Tilkynnt verður um nafn götunnar á sveitastjórnarfundi Kaldrananeshrepps 9. október.

Drangsnes strandir vestfirðir bæjir
Hjallarnir á Drangsnesi
elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir