Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Í síðasta skipti

Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Friðrik Dór Jónsson er flytjandi og textahöfundur lagsins Í síðasta skipti. Höfundar lags og texta eru Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.

Flytjandi og textahöfundur: 

Fullt nafn: Friðrik Dór Jónsson 

Aldur: 26 ára

Fyrri störf í tónlistinni: Ég gaf út mitt fyrsta lag 2009 og hef síðan gefið út tvær plötur. Fyrri platan hét Allt sem þú átt og kom út 2010 og sú seinni hét Vélrænn og kom út árið 2012.  

Hver er forsaga lagsins: Strákarnir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri klár í að taka þátt í keppninni í ár og ég játti því. Upp úr því hófumst við handa við að semja lagið. 

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Já, okkur langaði að gera öðruvísi lag en við erum vanir og að gera það svolítið eurovisionlegt, en þó ekki of. Ég held að það hafi tekist. 

Höfundar lags og texta:

Fullt nafn: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Aldur: Pálmi er 26 og Sæþór og Ásgeir 24 ára.

Fyrri störf í tónlistinni: Við stofnuðum saman StopWaitGo fyrir fimm árum og saman höfum sýslað allt mögulegt í tónlist á Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi síðan þá.

Hver er forsaga lagsins: Í samráði við Friðrik ákváðum við að fara í aðra átt en fólk myndi búast við af Frikka Dór. Okkur langaði að vera með lag sem sýndi hvað hann er ótrúlega góður söngvari . Pálmi var búinn að ganga með melódíuna í viðlaginu í smátíma. Ásgeir og Frikki sömdu svo erindin og textann og lagið var klárt.  Við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna!

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Já.

 

Í síðasta skipti

Ég man það svo vel

Manstu það hvernig ég sveiflaði þér

Fram og tilbaka í örmunum á mér

Ég man það, ég man það svo vel

Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig

Gerðu það, leyf mér að leiða þig

Í síðasta skipti

Haltu í höndina á mér og ekki sleppa

Sýndu mér aftur hvað er að elska

Og o-o-o-o

Segðu mér

Að þú finnir ekkert og enga neista

Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast

Þá rata ég út

Ég man það svo vel

Manstu það hvernig þú söngst alltaf með

Hver einasta bílferð sem tónleikar með þér

Ég man það, ég man það svo vel

Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig

Gerðu það, leyf mér að leiða þig

Í síðasta skipti

Haltu í höndina á mér og ekki sleppa

Sýndu mér aftur hvað er að elska

Og o-o-o-o

Segðu mér

Að þú finnir ekkert og enga neista

Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast

Þá rata ég út