Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Elín Sif Halldórsdóttir er flytjandi lagsins Í kvöld, hún er einnig laga- og textahöfundur lagsins.

Flytjandi og höfundur lags og texta:

Fullt nafn: Elín Sif Halldórsdóttir

Aldur: 16 ára

Fyrri störf í tónlistinni:  Ég er á 1. ári í MH og í tölvutónlistarnámi við Tónlistarskóla Kópavogs. Ég lærði á píanó og klarínett þegar ég var yngri en er sjálflærð á gítar. Ég uppgötvaði nýlega að ég á auðvelt með að semja lög og texta og finnst gaman að spila eftir eyranu á píanó og gítar.

Hver er forsaga lagsins: Lagið var samið á lítinn sex strengja smágítar á Ítalíu í fyrrasumar. Ég samdi mörg lög í sumarfríinu, þar á meðal lagið Í kvöld sem reyndar var upphaflega á ensku og hét Dance slow.

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Nei ekki lagið, en íslenski textinn var saminn sérstaklega fyrir Söngvakeppnina.

 

Í kvöld

Hef beðið svo lengi,

óskað þess, ég fengi

við þig hægt dansa' í fyrsta sinn,

í kvöld.

 

Blá augu, hnésokkar

þetta lag, er okkar

Ljósin svo lág umkringja þig

og mig.

 

Komdu nær og slepptu mér ekki

Vöggum vær, ég hjarta þitt þekki

Augnablikið tekið hefur völd

svo haltu mér, hér í kvöld.

 

Þín eins nú ég sakna,

frá þér vil ei vakna.

Þú veist ég gefa myndi allt 

til að heyra þig segja:

 

Komdu nær og slepptu mér ekki,

vöggum vær, ég hjarta þitt þekki.

Augnablikið tekið hefur völd

svo haltu mér, hér í kvöld. (2x)

 

Allt geymi,

aldrei gleymi.

Þú varst allt það sem ég sá,

allt það sem að þú varst mér þá.

 

Allt geymi

aldrei gleymi

Þú varst allt það sem ég sá

Allt það sem þú ert mér, ennþá.