Andri M. Kristjánsson skrifar:
Bókin Aftur og aftur er þriðja bók Halldórs Armand Ásgeirssonar, áður hefur hann sent frá sér skáldsöguna Drón og nóvelluna Vince Vaughn í skýjunum. Halldór hefur síðustu ár helst vakið athygli fyrir áhugaverða og oft á tíðum góða túlkun sína á samtímanum. Í raun mætti segja að fáir höfundar á Íslandi fjalli með sama hætti um samtímann og Halldór, samband mannsins við tæknina og þá sérstaklega við símann á sér hvergi raunsærri málsvara en í Halldóri Armand. Bókin Aftur og aftur er engin eftirbátur fyrri skáldverka, í bókinni er samtíma tækni, hugsunarháttur og tungumál alsráðandi. Síminn sjálfur er mjög miðlægur í frásögninni allri og dregur athygli lesandans aftur og aftur að sér, líkt og hann gerir í raunveruleikanum.