Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hvítlauksbrauð glæpamannsins Tiburzi

Mynd: Gunnar Hansson / Gunnar Hansson
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í þáttinn, enda er hún matgæðingur Mannlega þáttarins og besti vinur bragðlaukanna. Í dag sagði hún okkur frá fyrstu ítölsku matreiðslubókinni sem hún fékk, með uppskriftum frá Toscana sem er sérstök að því leyti að gefin eru upp hráefnin sem skal nota en ekki magn þeirra.

Glæpamaðurinn Tiburzi og síðasta máltíð hans

Í bókinni mikið af sögum tengdum uppskriftunum og höfundinum. Meðal annar er saga af þekktum glæpamanni, Tiburzi að nafni, sem var búinn að vera á flótta frá lögreglunni lengi. Hann var mjög vinsæll meðal almennings og þegar hann bankaði uppá hjá bónda nokkrum í Toscana þá var honum umsvifalaust boðið að ganga í bæinn. Hann var svangur, en það eina sem bóndinn átti var brauð, hvítlaukur og smjör sem hann gerði afskaplega girnilegt fettunta í nesti fyrir Tiburzi. Með nestið í farteskinu ætlaði glæpamaðurinn að halda áfram flótta sínum þegar þeir áttuðu sig á því að laganna verðir höfðu umkringt húsið. Þá ákvað hann að setjast niður við borð bóndans, með fjölskyldu hans, og njóta hvítlauksbrauðsins góða með vínglasi í rólegheitunum. Að máltíð lokinn tók hann upp byssu sína og gekk út í flasið á lögreglunni sem skaut hann til bana.

 

Hvítlauksbrauðið hans Tiburzi ( Fettunta)

Ólífuolía

Salt

Svartur pipar

Hvítlaukur

Súrdeigsbrauð

 

 

Grillið brauðið og nuddið hvítlauknum á brauðsneiðarnar. Hellið nokkrum dropum af ólífuolíu ofan á brauðið og saltið.

Það getur verið skemmtilegt að bera þennan einfalda rétt þannig fram að brauðið er ristað og sett á fallegan disk, í kring er raðað hvítlauk, góðri óífuolíu salti og pipar svo taka gestir sína brauðsneið og smyrja af kátínu eins mikinn hvítlauk og hver vill.  Þetta er góð byrjun á matarveislu, og lilmurinn er ómótstæðilegur!

 

Viðtalið við Sigurlaugu Margréti má hlusta á í fullri lengd í spilaranum hér fyrir ofan.

 

ghansson's picture
Gunnar Hansson
dagskrárgerðarmaður
ghansson's picture
Gunnar Hansson
dagskrárgerðarmaður