Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hvítfeld - Kristín Eiríksdóttir

Mynd:  / 

Hvítfeld - Kristín Eiríksdóttir

30.08.2015 - 13:56

Höfundar

Í Bók vikunnar að þessu sinni verður fjallað um Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur.

Um er að ræða fjölskyldusögu Hvítfeld fjölskyldunnar en sagan hverfist að mestu um Jennu Hvítfeld sem býr í Bandaríkjunum og hefur áralanga þjálfun í að breyta sannleikanum eftir eigin hentisemi. Eftir því sem við kynnumst Hvítfeld fjölskyldunni nánar kemur í ljós að lygar hafa mótað sögu þessarar fjölskyldu aftur í ættir. 

Í spilaranum hér að neðan má heyra lestur Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur á tveimur brotum úr verkinu.

Þátturinn var fluttur 22. ágúst. Um þáttastjórn sá Árni Kristjánsson og viðmælendur voru Haukur Ingvarsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

 

Mynd: Forlagið / Forlagið