Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hvetja Rússa til að sleppa mótmælendum

29.07.2019 - 10:42
epa07496122 German Chancellor Angela Merkel (C-R) leaves next to the deputy spokeswoman of the German government Ulrike Demmer (C-L) after a questions session at the German parliament 'Bundestag' in Berlin, Germany, 10 April 2019. Merkel attended an inquiry session on the topic Brexit at the German parliament ahead of the upcoming special summit of EU leaders in Brussels on 10 April 2019.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, (t.h.) ásamt talskonu sinni Ulrika Demmer. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Þýskalandi hvöttu í morgun Rússa til að sleppa nærri 1.400 mótmælendum sem handteknir voru í Moskvu um helgina. 

Ulrike Demmer, talskona Angelu Merkel kanslara, hvatti auk þess stjórnvöld í Moskvu til að virða málfrelsi og frelsi til fundahalda og tryggja að sveitarstjórnarkosningarnar í Rússlandi í september yrðu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Demmer sagði framgöngu lögreglu gegn mótmælendum áhyggjuefni.

Hún minntist ekkert á rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny, sem handtekinn var á dögunum fyrir að hvetja til mótmæla, en greint var frá því í morgun að hann hefði verið fluttur úr fangelsi á sjúkrahús með einkenni ofnæmis. Læknir Navalnys telur hugsanlegt að hann hafi komist í snertingu við eiturefni.