Fulltrúar Landverndar afhentu Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, og Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, undirskriftalista með undirskriftum 5431 einstaklinga síðdegis í dag. Þau eru hvött til að hraða vinnu við friðlýsingu Drangajökulsvíðerna.