Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hvetja ráðherra til að flýta friðlýsingu

27.06.2019 - 19:50
Mynd með færslu
 Mynd: Auður Önnu Magnúsdóttir
Fulltrúar Landverndar afhentu Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, og Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, undirskriftalista með undirskriftum 5431 einstaklinga síðdegis í dag. Þau eru hvött til að hraða vinnu við friðlýsingu Drangajökulsvíðerna.

Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að víðernin verði sett á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár en Drangajökulsvíðerni eru á svæði sem mun verða fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Samtökin hafa gagnrýnt virkjanaáformin. Í tilkynningu Landverndar segir að fossinn Drynjandi í Hvalá, sem er á svæðinu, muni að öllum líkindum heyra sögunni til, nái virkjanaáformin fram að ganga. 

Fréttin hefur verið uppfærð.