Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hvers vegna flytur fólk burt í góðæri?

08.01.2016 - 16:53
Mynd: Wikipedia / Wikipedia
Lítið atvinnuleysi á Íslandi virðist ekki endilega stöðva brottflutning en það hefur reyndar sýnt sig áður að þó Íslendingar flytji erlendis snúa flestir aftur innan átta ára. Það má hugsa sér að ódýrara flug en áður og nútíma samskiptatækni muni mögulega breyta þessu og eins, að Íslendingar flytji nú erlendis eftir fjölbreyttari atvinnutækifærum rétt eins og áður þegar fólk fór að flytja úr dreifbýli í þéttbýli.

Tölur, sem ASÍ birt í gær, staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur þvert á móti hafi hann aukist. Sigrún Davíðsdóttir, sem að undanförnu hefur fjallað um brottflutninga í góðæri ræddi í byrjun vikunnar við þau Ingu Björgu Hjaltadóttur lögfræðing, einn eigenda lögmannsstofunnar Acta og Róbert Farestveit hagfræðing hjá Alþýðusambandinu. Sigrún spurði þau fyrst um hvort það væri þeirra tilfinning að samskiptatækni og lægri flugfargjöld hefðu áhrif á vilja Íslendinga til að búa erlendis.

sigrunda's picture
Sigrún Davíðsdóttir