Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað þetta þýðir eða hver tilgangur hæstaréttardómara er yfir höfuð. Pétur Marteinn fór yfir það helsta sem vert er að vita varðandi þennan áhugaverða mann og starfið sem hann tekur að öllum líkindum að sér.
Í Hæstarétti Bandaríkjanna sitja níu dómarar. Það er ávallt forsetinn sem stendur fyrir valinu en þeir þurfa að vera samþykktir af efri deild þingsins. Dómararnir sitja til dauðadags en geta sagt af sér vegna aldurs eða af heilsufarsástæðum. Kavanaugh tekur sæti Anthonys Kennedys sem ákvað í síðasta mánuði að setjast í helgan stein.