Hver á að vinna verkið ?

Mynd með færslu
 Mynd:

Hver á að vinna verkið ?

17.03.2014 - 17:36
Tiltekt telst líklega seint til vinsælustu verkefna í heimilishaldinu. Á stærri skala er ekki alltaf ljóst hvar frumkvæði í umhverfismálum ætti að liggja. Hjá opinberum aðilum, atvinnulífinu eða á heimavelli. Affararsælast er trúlega að allir leggi sitt af mörkum í báðum tilvikum.

Stjórnvöld geta lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar með lagasetningu og reglum. Ekki dregur það þó úr ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja.  Sum fyrirtæki hafa sýnt gott fordæmi í umhverfismálum, gert meira en krafist er samkvæmt lögum. Og máli skiptir að athygli sé vakin á slíku fordæmi. Gott dæmi um þetta er útnefning sjálfbærnistjóra sænsks fyrirtækis sem valdamestu konu viðskiptalífsins þar í landi.

Stefán Gíslason fjallar um hlutverkaskiptingu í umhverfismálum í Sjónmáli í dag.

Sjónmál mánudaginn 17. mars 2014