Hvattir til að gefa skó

04.04.2014 - 13:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsmenn eru hvattir til þess að fara með gömul skópör til Rauða krossins.

Sérstakt skósöfnunarátak stendur yfir fyrir páska. Tekið er á móti skóm í öllum fatagámum Rauða krossins um landið sem og á endurvinnslustöðvum Sorpu og grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.

Þrátt fyrir yfirstandandi átak er sem fyrr tekið við fatnaði, rúmfötum, gluggatjöldum á fyrrnefndar söfnunarstöðvar.

Skóm, og öðru sem safnast, er úthlutað til þeirra sem þurfa bæði hérlendis og erlendis. Eitthvað er selt í Rauðakrossbúðunum.