Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hvatti til að staðið yrði með Grikkjum

30.06.2015 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, hvatti þingheim fyrir stundu að standa með grísku þjóðinni öll sem eitt. Hún sagði Íslendinga auðveldlega geta sett sig í spor Grikkja enda nokkur ár síðan Íslendingar upplifðu efnhagashrunið.

Birgitta vakti athygli á því að nú væri Evrópusambandið að hvetja Grikkland til að svíkja sína eigin ríkisstjórn.

Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, var á svipuðum slóðum í sinni ræðu og vakti athygli á því að þýski fjármálaráðherrann hefði meira að segja um framtíð Grikklands en Grikkir sjálfir. 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV