Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hvammsvirkjun verði sett í nýtingarflokk

14.10.2014 - 18:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra mælti í dag á Alþingi fyrir tillögu sinni um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, rammaáætlun.

Breytingin sem lögð er til er að virkjanakosturinn Hvammsvirkjun verði settur í nýtingarflokk en ekki biðflokk eins og nú er. Sé það lagt til samkvæmt tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Ráðherra lagði síðan til að tillagan færi til umfjöllunar í atvinnuveganefnd þingsins en óskaði jafnframt eftir því að umhverfisnefnd gerði athugasemdir við hana.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fleiri þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu það, sögðu að ekki væri horft heildstætt á málaflokkinn. Tillagan ætti fyrst og fremst heima í umhverfisnefnd þingsins.