Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hvalveiðivertíðin að hefjast

14.06.2014 - 17:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun, þegar Hvalur 8 og Hvalur 9 leggja úr Reykjavíkurhöfn, en nú er verið að ljúka við að gera skipin klár, segir Gunnlaugur Gunnlaugsson hjá Hval hf.

Fyrsti áfangastaður skipanna er vinnslustöðin í Hvalfirði, þar sem veiðarfærin, skot og keðjur, verða tekin um borð, en síðan verður haldið á miðin, úti fyrir Faxaflóa. Heimilt er að veiða 154 langreyðar í ár. 13 manns eru í áhöfn hvors báts, og meira en hundrað manns vinna í hvalstöðinni og vinnslustöð sem er á Akranesi. Gera má ráð fyrir að vertíðin standi næstu þrjá mánuði.