Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Húsleit hjá stjórnarandstæðingum

15.10.2019 - 08:56
epa07879914 The Russian opposition's mayoral candidate Alexei Navalny  attends an opposition rally in support of political prisoners in Moscow, Russia, 29 September 2019. Some 20,000 people reportedly attended the rally in Moscow demanding the release of previously detained protesters.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla réðst inn á heimili og skrifstofur stjórnarandstæðinga víðs vegar um Rússland í morgun. Í yfirlýsingu frá yfirvöldum segir að gripið hafi verið til aðgerða í þrjátíu héruðum landsins.

Til sams konar aðgerða var gripið gegn fylgismönnum stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys í síðasta mánuði og í síðustu viku voru samtök hans sett á lista yfir stofnanir og samtök á mála hjá erlendum aðilum. Það auðveldar yfirvöldum að láta til skarar skríða gegn þeim og áhangendum þeirra. 

Navalny sagði á Twitter í morgun að löggjafarvaldið í Rússlandi beitti öllum ráðum til að vernda spillta embættismenn og mútuþega.