Húsið á Kirkjuvegi sem brann á Selfossi í lok október verður rifið í dag, samkvæmt upplýsingum frá VÍS. Kona og karl létu lífið í eldsvoðanum. Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, hvort sem það var vísvitandi eða ekki, og er karlmaður enn í gæsluvarðhaldi.