Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Húsbíll fauk út af í Kollafirði - myndskeið

05.05.2016 - 16:04
Mynd með færslu
 Mynd: Sesselja Anna Óskarsdóttir - Facebook
Ökumaður húsbíls slapp með minniháttar meiðsli eftir að húsbíll hans fauk út af veginum í Kollafirði í morgun. Maðurinn var einn í bílnum. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndskeiði fauk bíllinn yfir vegrið og fór eina veltu niður brekkuna, sjávarmegin við veginn.

Sesselja Anna Óskarsdóttir, sem tók myndskeiðið, var í bíl með föður sínum og litlu systur þegar óhappið varð. Hún segir að þau hafi stöðvað bílinn og farið að húsbílnum með skyndihjálparkassa úr sínum bíl. „Sem betur fer var ekki mikið að sjá á honum nema smá sár á höfði. Hann var að ferðast með öðrum sem voru í öðrum bíl. Þau voru þarna hjá honum þangað til sjúkrabíllinn kom.“

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV