Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hús í Rifi merkt ÍLS í mótmælaskyni

31.08.2012 - 08:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Íbúar í Rifi hafa merkt nokkur hús í Rifi á Snæfellsnesi til að mótmæla því að á sama tíma og íbúðir vantar í bænum standa byggingar í eigu hins opinbera tómar. Einnig er umgengni um lóðirnar mótmælt.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns í dag. Þar segir að leigufélag, sem átti 16 leiguíbúðir, hafi verið yfirtekið af Íbúðalánasjóði og nú standi nokkrar íbúðir tómar og fáist hvorki leigðar né keyptar. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, er óhress með ástandið. Hann hefur rætt við fulltrúa Íbúðalánasjóðs og velferðarráðherra en ekkert gerist. Fólk sé miður sín því það fái vinnu í Rifi en ekki húsnæði.