
Sveitastjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega áformum um að beita lögþvingunum til sameiningar sveitarfélaga. „Sameining sveitarfélaga getur verið valkostur en meginatriði er að hún verði á grundvelli ákvörðunar íbúanna sjálfra,“ segir í umsögn sveitastjórnarinnar. Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps, hreppsnefnd Svalbarðshrepps sveitastjórn Skagabyggða, hreppsnefnd Hörgársveitar og margar fleiri minni sveitastjórnir mótmæla harðlega áformunum.
Nokkrar sveitastjórnir telja hins vegar ekki nógu langt gengið. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps telur hins vegar að tillagan gangi of skammt og segir að geta sveitarfélaga til að sinna stórum verkefnum eitt og sér skarist ekki í 1000 íbúatölunni.
Reykjavíkurborg leggur líka til að gengið verið lengra. Á næstu 10-15 árum verði sett skilyrði um að íbúafjöldi sveitarfélaga verði til dæims 5 þúsund.