Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hróp gerð að ráðamönnum - myndskeið

17.06.2015 - 11:24
Mynd: RÚV / RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mótmælendur kölluðu „vanhæf ríkisstjórn“ á meðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lögðu blómsveig að minnismerki Jóns Sigurðssonar. Athöfnin fer að öllu jöfnu fram í þögn.

Illa heyrist í forsætisráðherra þegar hann flutti ræðu sína. Nokkur fjöldi mótmælanda var mættur á Austurvöll. Samkvæmt lögreglu voru á bilinu 2500-3000 manns á staðnum. Mótmælendur börðu trumbur og létu í sér heyra.

Mótmælendur veifuðu rauðum spjöldum og gáfu þannig ríkisstjórninni „rauða spjaldið“ með táknrænum hætti. 

Ræðu forsætisráðherra má horfa á í heild sinni hér.

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV