Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa hringt liðlega 50 sinnum í Neyðarlínuna. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lögreglumenn hafi farið á heimili hans og rætt við hann en hann hafi ekki hætt að hringja. Maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.