Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hrina skjálfta í mynni Eyjafjarðar

01.10.2013 - 09:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Tugir skjálfta hafa orðið úti fyrir mynni Eyjafjarðar síðustu klukkutímanna, á Tjörnesbrotabeltinu svokallaða sem liggur úti fyrir Norðurlandi.

Síðan klukkan sex í morgun hafa um 50 skjálftar komið fram á eftirlitskerfi Veðurstofunnar, nokkrir þeirra um þrír að stærð, samkvæmt sjálfvirkri skráningu. Jarðskjálftahrina hófst á þessum slóðum fyrir nokkrum dögum. Talið er að virknin tengist mögulega innskotum kviku í jarðskorpuna á miklu dýpi.