Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hrafnhildur verðlaunuð

Mynd með færslu
 Mynd:

Hrafnhildur verðlaunuð

05.11.2013 - 09:50
Heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hrafnhildur - heimildarmynd um kynleiðréttingu, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í heimildamyndaflokki á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck um nýliðna helgi.

Yfir 160 myndir voru sýndar á hátíðinni, þar af 8 íslenskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hrafnhildur var valin heimildamynd ársins á Edduverðlaununum í ár. Myndin hefur í ár verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanada og Svíþjóð. 
Í myndinni er fylgst með titilpersónunni, Hrafnhildi, leiðrétta kyn sitt. Rætt er við aðstandendur hennar og lækna og rýnt í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta stöðu hennar í þjóðfélaginu eftir aðgerð.