Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hraðasektir á Suðurlandi 6,5 milljónir í maí

18.05.2016 - 15:37
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Um 150 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi fyrstu tvær vikurnar í maí. Flestir óku of hratt á Suðurlandsvegi. Um það bil tveir þriðju ökumannanna voru erlendir. Álagðar sektir vegna þessa nema alls um 6,5 milljónum króna. Greiddar sektir ná þó ekki þeirri tölu samanlagt, flestir greiða sektina á vettvangi eða innan 30 daga og fá þá fjórðungsafslátt.
Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV